Árshátíð á miðstigi

Í síðustu viku hélt miðstigið árshátíð sína og bauð gestum að horfa á sýninguna sína. Bekkirnir voru með mismunandi atriði. Nemendur í 5. bekk settu á svið leikritin Búkolla og Gilitrutt. Nemendur í 6. bekk fóru meðal annars með brandara, sýndu leikþætti á skjá og sungu lagið Flensan en þar höfðu nemendur breytt texta jólalagsins „Þú komst með jólin til mín“. Nemendur í 7. bekk gerðu nýjan texta við: „Lagið um það sem er bannað“ og sýndu myndband með því og voru með Gettu betur þátt þar sem foreldrar spreyttu sig á námsefni barnanna.

Sýningin var hin besta skemmtun og virtust bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.

Fleiri myndir eru á Facebook Hvolsskóla.