Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í heimsókn

Þann 2. mars síðastliðinn kom Áslaug Arna ásamt Antoni Kára, Tómasi Birgi og fylgdarmönnum í heimsókn til okkar. Erindið var að kíkja á verðalaunaverkefnin í nýsköpunarþemanu sem var á elsta stigi í febrúar, sem og fá kynningu á verkefninu í heild. Verðlaunahafar kynntu sín verkefni fyrir ráðherra og fylgdarmönnum en Anna Kristín Guðjónsdóttir, sem hefur átt veg og vanda að verkefninu kynnti þemaverkefnið í heild fyrir hópnum og sagði í leiðinni frá hinum tveimur þemaverkefnum; Harry Potter og fræðslutorgi, en hvert þema er unnið á þriggja ára fresti. Það var ánæglulegt að ráðherra skildi sýna verkefninu þennan áhuga og virtist hann vera ánægður með kynningu og verkefnin sem krakkarnir höfðu unnið í þemavinnunni.