Sköpun og listir

Föstudagar og sköpun og listir

Á föstudögum eru tímar sem heita sköpun og listir. Í þessum tímum er ekki eiginleg kennsluáætlun frá kennara í gangi. Í þessum tímum er lagt útfrá því að nemendur sjálfir byggi upp verkáætlun og fylgi henni svo eftir. Hóparnir eru blandaðir úr þremur bekkjum eða öllum bekkjum miðstigs. Hlutverk kennara er að hvetja nemendur til ákvarðanatöku, skipulagningar og framkvæmdar hugmyndar.

Verkefni í vinnslu

Mikið er lagt upp úr samvinnu, því að kynnast nýjum aðilum og deila skoðunum, hugmyndum og því að skapa nánd og skilning á milli barnanna. Það yrði langt mál að telja upp viðfangsefnin því eðlilega eru þau að ýmsum toga. Þau tengjast áhugamálum barnanna og eðlislægri þörf þeirra til að nema nýja hluti á sinn hátt. Þau hafa m.a. farið í heimsóknir, lært um dýr í Afríku, skapað listaverk, bakað, spilað og gert kvikmyndir.

Lego listir

Okkur langar að þakka þeim fjölmörgu aðilum í samfélaginu sem hafa tekið á móti krökkunum í heimsóknum og könnunarleiðangrum sínum. Þau hafa öll komið afar glöð í hús eftir þær og alls staðar er vel gert við þau og þeim sýnd virðing og velvild.


Verkefnin: