Góðan daginn faggi

Í gær fór sýningin Góðan daginn faggi fram í Hvolnum fyrir nemendur á elsta stigi Hvolsskóla, Hellu og Vík. Mikil ánægja var með sýninguna sem var bæði í senn fróðleg og skemmtileg. Krakkarnir sýndu verkinu mikinn áhuga og voru miklar og góðar umræður í kjölfar sýningarinn. Undanfarið hafa aðstandendur sýningarinnar verið á ferð með hana um landið og sýnt í framhalds- og grunnskólum.