Rökfærsluritun – verkefni í íslensku

Undanfarin ár hafa nemendur í 9. bekk samið bréf til aðila í sveitarfélaginu þar sem þeir benda á eitthvað sem betur mætti fara eða óska eftir einhverju sem þeim þykir þörf á að fá í samfélagið. Þetta árið var engin undantekning og sendu nemendur bréf til dæmis til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sveitarstjóra, bygginga- og skipulagsfulltrúa og skólastjóra.

Þetta verkefni, ásamt því að æfa nemendur í að rita bréf, fær nemendur til að horfa til samfélagsins eða umhverfisins með það í huga hvað hægt væri að gera betur. Það kennir nemendum jafnframt að koma með málin til umræðu hjá réttum aðilum sem og að færa rök fyrir sínu máli. Nemendur kynna bréf sín fyrir samnemendum og lesa upp svarbréfin sem þeir fá frá aðilunum úr samfélaginu.

Þetta árið fékk skólastjóri Hvolsskóla átta erindi á sitt borð og eiga nemendur von á svarbréfum hans á morgun.