ART fréttir

ART er í stundatöflu allra nemenda í skólanum enda Hvolsskóli með ART vottun. Skammstöfunin ART stendur fyrir Agresson Replacement Training en í ART er þjálfuð félagsfærni, siðfræði og sjálfstjórn. Á miðstigi eru þeir færniþættir sem unnið er með í hverjum bekk yfir vikuna, sýnilegir við ganginn inn í stofurnar. Meðfylgjandi mynd er tekin af þeim þáttum sem unnið er með í þessari viku á stiginu og ljóst að verið er að grípa þá umræðu vel sem er í gangi í fréttum og annarsstaðar í samfélaginu.