Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Þann 3. október síðastliðinn fengum við Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í heimsókn sem flutti tónverkið Stúlkan í turninum eftir Snorra Sigfús Birgisson við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Nemendur í 2. -7. bekk voru boðnir á tónleikana sem fóru fram í sal skólans. Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveitin heiðrar okkur með heimsókn og frábært að fá svona flottan flutning „heim í stofu“ sem og kynningu á öllum þeim hljóðfærum sem verið er að spila á í verkinu.