Lærðu á snjalltækið þitt

Í vor var ákveðið að frumkvæði og í samstarfi við Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu, að bjóða upp á valfag á elsta stigi sem ber heitið: Lærðu á snjalltækið þitt. Þetta valfag er tilraunaverkefni en jafnframt samstarfsverkefni allra skólanna í Rangárvallasýslu og Félags eldri borgara eins og fram er komið. Nemendur skólans sem velja þetta valfag munu bregða sér í hlutverk kennara og kenna eldri borgurum á þeirra eigin snjalltæki.

Fyrsti tíminn var í síðustu viku og gaman að sjá nemendur kenna sér eldra fólki á nútímatæknina. Þarna skapast frábært tækifæri til samskipta á milli kynslóða.

Allir fóru sáttir frá þessum fyrsta tíma og tilhlökkun að hittast aftur í þessari viku.