Fjallgöngur 8. september

Á morgun fimmtudaginn 8. september verður farið í árlega fjallgöngu Hvolsskóla, þá tíundu og þar með er hringnum lokað. Næsta haust hefjum við næsta hring 🙂

  • 1. bekkur gengur á Stóra-Dímon
  • 2.-4. bekkur gengur á Lambafell undir Eyjafjöllum
  • 5.-7. bekkur gengur á Fagrafell undir Eyjafjöllum
  • 8.-10. bekkur gengur á Drangshlíðartind undir Eyjafjöllum

Það spáir blíðu veðri. Huga þarf að því að börnin séu vel skóuð, klædd eftir veðri og með vatnsbrúsa með sér í léttum bakpoka. Nánari upplýsingar berast frá umsjónarkennurum.

Foreldrar og aðrir áhugasamir eru velkomnir með okkur í gönguna og mega þá hitta okkur við uppgönguleiðir.