Háskólalestin í Hvolsskóla

Föstudaginn 6. maí síðastliðinn vorum við svo ljónheppin hér í Hvolsskóla að fá til okkar Háskólalestina með námskeið fyrir elsta stig. Í boði voru sjö námskeið fyrir nemendur og með því að lengja daginn til kl. 14:00 gátu nemendur valið þrjú námskeið hvert og eitt. Í boði var: Vindmyllugerð, Forritun og föndur, Eðlisfræði – ljós og litir, Eldfjallafræði, Íþrótta- og heilsufræði, Japanska – japanskt mál og menning og Dulkóðun. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og margt sem nemendur lærðu. Nemendur fengu mikið hrós frá starfsmönnum háskólalestarinnar fyrir sköpunarhæfni og kurteisi.