Frábær frammistaða í Skólahreysti

Lið Hvolsskóla keppti rétt í þessu í undankeppni Skólahreysti og lenti í 2. sæti. Lið Hvolsskóla skipa þau Álfrún Inga Pálsdóttir, Ívar Ylur Birkisson, Lovísa Rós Hlynsdóttir og Valur Ágústsson. Varamenn eru þau Katrín Eyland Gunnarsdóttir og Emil Snær Skarphéðinsson. Hópurinn stóð sig afar vel og sigraði til dæmis hraðabrautina á frábærum tíma. Efstu lið hverrar undankeppni fara sjálfkrafa í úrslit en við úrskitakeppnina bætast einnig stigahá lið sem unnu ekki sinn riðill. Við óskum liðinu og þjálfurum innilega til hamingjum og vonumst til að sjá hópinn á úrslitakeppninni.