Öskudagur í Hvolsskóla

Öskudagurinn var enn á ný með breyttu sniði hjá okkur. Í stað þess að börn hér í héraði færu í heimsóknir til fyrirtækja eftir samkomu í íþróttahúsi, komu fyrirtækin með varning í skólann sem starfsmenn sáu um að útbíta á stöðvum í laun fyrir söng nemendanna. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði og voru margir fegnir að hann var með þessu sniði þar sem veðrið var að leika okkur grátt enn á ný. Hér um stofur og ganga gengu börn og fullorðnir í hinum ýmsu gervum og var farið í íþróttahúsið að marsera sem ekki var hægt í fyrra út af samkomutakmörkunum. Foreldarfélag Hvolsskóla veitti verðlaun fyrir búning en Nemendaráð Hvolsskóla sá um dómnefndarstörf.