„Opið hús“ á miðstigi

Undanfarna daga hafa nemendur á miðstigi unnið að fjölmenningarverkefni þar sem þeir hafa tekið fyrir nokkur lönd sem tengjast nemendum á miðstigi og kynnt sér þau. Í dag buðu krakkarnir fjölskyldum sínum og samnemendum að líta á afrakstur vinnunnar og settu upp kynningarbása í sal skólans. Ánægjulegt var að sjá hve margir sáu sér fært að mæta. Verkefnin voru glæsileg hjá nemendum og greinilega mikið í þau lagt. Bæði voru kynningarmyndbönd um löndin, kynningarspjöld og matur frá löndunum sem nemendur útbjuggu og buðu gestum að smakka á.