Skólaslit 21. maí 2021

Föstudaginn 21. maí fara fram skólaslit í Hvolsskóla. Þar sem enn eru samkomutakmarknari verða þau með þeim hætti að nemendur í 1. -9. bekk mæta kl. 13:00-14:00. 1.-4. bekkur verður í salnum með sín skólaslit en 5.-9. bekkur í stofum sínum. Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á skólaslitin hjá þessum bekkjum en skólaakstur verður fyrir og eftir skólaslit.

Seinna þennan dag eða kl. 16 verður útskrift 10. bekkinga í sal skólans. Um sitjandi viðburð verður að ræða fyrir útskriftarhópinn og foreldra þeirra nemenda.

Bestu kveðjur úr Hvolsskóla.