Skólaslit Hvolsskóla og útskrift 10. bekkinga

Föstudaginn 21. maí síðastliðinn fóru fram skólaslit Hvolsskóla og útskrift 10. bekkinga. Hátíðin var með óhefðbundnu sniði í ár líkt og í fyrra vor vegna samkomutakmarkana, en engu að síður áttu allir notalega stund og fóru glaðir krakkar út í sumarið og sólina sem lék við okkur þennan dag.

Hamingjuóskir með áfangann – gangi ykkur allt í haginn. Eigið gott og notalegt sumar.