Vistheimtarverkefni

Í blíðviðrinu í dag fóru nemendur í 5. bekk í Berjanes þar sem Hvolsskóli hefur undanfarin ár sinnt vistheimtarverkefni undir stjórn Landverndar. Vistheimtarverkefnið gengur út á það að sjá hvaða aðferð virkar best við uppgræðslu gróðursnauðs lands til lengri tíma litið. Í haust mun þessi sami hópur fara og gera vísindalega rannsókn á gróðurþekju reitanna eftir sumarið. Með hópnum fóru Rannveig frá Landvernd, Þórunn verkefnastjóri Grænfánans ásamt Östu umsjónarkennara hópsins og Ingibjörgu Ýr stuðningsfulltrúa þeirra.