Kór Hvolsskóla í Skálholti

Kór Hvolsskóla fór í Skálholt í gær og gisti þar í nótt. Kórinn æfði bæði í sal húsnæðisins sem gist var í en einni í sjálfri Skálholtskirkju. Það var ánægður hópur sem kom heim að lokinni ævintýraferð í dag en vegna þess ástands sem er í samfélaginu hefur kórinn lítið sem ekkert getað komið fram og því var kærkomið að skipta um umhverfi og taka æfingar og leiki á nýjum slóðum. Ingibjörg Erlingsdóttir er sem fyrr kórstjóri kórsins og var hún með í för ásamt Raquel Sofia A. D. Jónasdóttur.