Fornleifaskólinn í Odda

Á miðvikudag og fimmtudag fóru nemendur 7. bekkjar að Odda á Rangárvöllum og lærðu vinnubrögð við fornleifauppgröft. Nemendur komu margsvísari til baka með ýmsa muni í pokum eftir uppgröftinn. Í síðustu viku kom Kristborg Þórisdóttir fornleifafræðingur sem jafnframt er kennari þessa námskeiðs og hitti nemendur í kennslustund þar sem hún fór yfir með þeim hvað fornleifar og fornleifafræði er og helstu vinnubrögð við fornleifafræði svo eitthvað sé nefnt. Skemmtilegt verkefni sem þarna er á ferðinni og frábært fyrir nemendur að fá að kynnast þessu starfi og vinnubrögðum hjá fagaðilum.