Skólastarf hafið

Skólasetning fór fram síðastliðinn mánudag og má segja að hún hafi verið óhefðbundin þar sem nemendur komu án foreldra. Starfið fer vel af stað og þessa dagana eru þeir hópar sem ekki komust í vorferðir sínar að fara í ferðalög. Nemendur í 5. bekk fóru til Vestmannaeyja í gær og nutu veðurblíðunnar. Að sjálfsögðu fóru þeir í sundlaugina enda einhver vinsælasta laug landsins. Einnig var farið á Sædýrasafnið þar sem hópurinn fékk góðar móttökur svo eitthvað sé nefnt. Nú í morgunsárið eru nemendur í 9. bekk að leggja upp í Þórsmerkurferð en þeir gista í Básum og koma heim á morgun.

Við eins og aðrir, leggjum okkur fram til að halda COVID-19 frá okkur og vonum það besta. Við höfum sett okkur vinnureglur hér innan dyra og fylgjum þeim. Liður í þessari baráttu er að foreldrar og aðrir gestir sem eiga erindi inn í stofnunina komi inn um dyr hjá ritara og láti alltaf vita af sér. Við viljum sem sé ekki að gestir fari inn í stofurnar eða um húsið án okkar vitundar. Þó get foreldrar komið í anddyrin þegar verið er að sækja nemendur án þess að þurfa að tilkynna sig til okkar. Við biðjum ykkur að nýta sprittið sem er í anddyrum. Hjá ritara eru einni einnota hanskar. Með samstilltu átaki minnkum við líkurnar á að illa fari hjá okkur þó loku verði svo sem ekki fyrir það skotið.

Það kólnar hratt þessa dagana og haustið nálgast. Við förum spennt inn í þennan vetur og vonum að hann verði hinn besti.