Starfsdagur 4. september og foreldradagur 7. september

Næstkomandi föstudag er starfsdagur í skólanum samkvæmt skóladagatali. Vissulega féll kennarþing niður en við verðum með fyrirlestur/námskeið fyrir starfsmenn hér í húsi í staðin. Þennan dag er Skólaskjól lokað.

Þann 7. september er foreldradagur og vaninn þá að nemendur mæti í viðtöl til umsjónarkennara ásamt foreldrum sínum. Vegna aðstæðna fara þessi viðtöl fram í gegnum TEAMS.