Skólasetning Hvolsskóla

Skólasetning Hvolsskóla haustið 2020 verður í sal skólans kl. 11 þann 24. ágúst næstkomandi. Vegna aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu getum við því miður ekki boðið foreldrum að vera viðstadda. Börn í skólaakstri munu verða sótt fyrir skólasetninguna og skilað heim að henni lokinni. Dagurinn er stuttur en við gerum ráð fyrir að hópurinn verði farinn heim kl. 12:30 nema þeir sem skráðir hafa verið í Skólaskjól.

Kennsla hefst síðan á þriðjudeginum 25. ágúst samkvæmt stundatöflu.