Öskudagur

Eins og undanfarin ár er öskudagur skóladagur en þó ekki með hefðbundnu sniði. 

8:10 Nemendur mæta í skólann. Á þessum tíma verða þeir hjá umsjónarkennurum og fá jafnvel aðstoð við að fara í búningana sína.

8:55 Þá fer yngsta stig – miðstig og elsta stig út í íþróttahús. Umsjónarkennarar sjá um vinablöndun nemenda.

9:00 Byrjar Karnival í íþróttahúsinu. Marsering í tveimur hópum (yngri og eldri), söngatriði, kötturinn sleginn úr tunnunni og svo fá allir íspinna. Veitt verða verðlaun/viðurkenning fyrir búninga (foreldrafélagið).

11:00 Elsta stig (8.- 10.bekkur) fer í mat og síðan er skóladegi lokið hjá þeim.

11:20 Yngsta stig (1. – 4. bekkur) fer í mat og síðan í rólega stund inn á sitt svæði. Fara að sníkja nammi þau sem hafa til þess leyfi foreldra.

11:40 Miðstig (5. -7. bekkur) fer í mat og síðan labba í fyrirtæki til að sníkja nammi.

12:00 Skóla lokið. Skjól fyrir þau börn sem eru skráð þar. Foreldrar Skjólsbarna hafa samband ef breyting verður á vistun. Skólabílar keyra skólaakstursbörn heim. Ef foreldrar nýta ekki þennan akstur hafa þeir samband við bílstjóra.

Samfellustarf fellur niður þennan dag.