Röskun á skólaakstri í dag

Bílarnir hafa verið að mjaka sér af stað um leið og fært hefur verið um vegina. Eins og staðan er núna eru allir Landeyjabílarnir og Stína farnir af stað. Við búumst við því að ófært sé heim afleggjara víða og biðjum foreldra að koma þá til móts við bílana sé þess nokkur kostur eða tilkynna bílstjórum að börnin komist ekki. Ófært er um Fljótshlíðina í bili og eins eru Eyjafjallabílar að hinkra ennþá.