Árshátíð elsta stigs

Fimmtudaginn 30. mars síðastliðinn fór fram árleg árshátíð elstu barna grunnskólanna í Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu. Að þessu sinni buðum við hinum skólunum heim og var því margt um manninn í Hvolnum þetta kvöld þegar nemendur úr 7.-10. bekk af svæðinu voru mættir þar á skemmtun. Þemað var Hollywood og hófu nemendur kvöldið á því að snæða kjúklingasúpu í boði SS sem foreldrar nemenda við Hvolsskóla báru fram. Hver skóli mætti með skemmtiatriði sem flutt voru fyrir hópinn en að borðhaldi loknu hélt hljómsveitin Koppafeiti uppi fjörinu til kl. 23.00.

Sáttir krakkar fóru heim að dans loknum og var þetta hin besta skemmtun.

Fleiri myndir er að finna á fésbókarsíðunni.