Opið hús á yngsta stigi

Síðasta dag fyrir páskafrí var opið hús á yngsta stigi þar sem gestum bauðst að skoða afrakstur nemenda af þemavinnunni Starfatorg. Í þeirri þemavinnu kynntu nemendur sér hin ýmsu störf, fengu til sín aðila sem kynntu vinnuna sína og hvaða nám lægi að baki þeirri atvinnu.

Á opnu húsi stóðu nemendur við sína bása og kynntu fyrir gestum sínum verkefnin.

Verkefnið var vel lukkað í alla staði og frábært að sjá afrakstur nemenda á þessum degi. Til hamingju með vel heppnaðan dag allir sem að honum komu og þið sem lögðuð leið ykkar til okkar, kærar þakkir fyrir komuna.