Jólakveðja úr Hvolsskóla

Á föstudaginn fór fram jólagleði Hvolsskóla og gengu prúðbúin börn hér um stofur og ganga sem og röltu í kringum jólatréð í salnum. Sveinkar mættu á svæðið og jólagleði skein af andlitum. Í dag eru hér nokkur börn í rólegheitum í vetrarveðrinu í Skólaskjóli en jólafríið er handan við hornið hjá þeim.

Við hefjum kennslu að nýju þann 3. janúar og samfellustarf hefst þann 4. janúar (miðvikudagur).

Við í Hvolsskóla óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári um leið og við þökkum samstarf og samveru á liðnum árum.

Starfsmenn Hvolsskóla