Gjöf frá foreldrafélaginu

Í síðustu viku kom foreldrafélag Hvolsskóla færandi hendi með útikennlslugræjur fyrir skólann. Ólöf heimilisfræðikennari vígði græjurnar í gær ásamt hópi nemenda. Ristaðar voru möndlur og bakað brauð með eldunarbúnaðinum en hann býður upp á marga möguleika.

Hvolsskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir sig, þetta mun koma að góðum notum.