Nýsköpunarval

Í vetur býður Asta, nemendum á miðstigi upp á nýsköpunarval þar sem nemendur finna sjálfir eitthvað sem þeir vilja bæta í umhverfi sínu, þeir finna til þess leiðir sem og koma því í framkvæmd. Má nefnda að nemendur hafa verið að hanna leiðir til að hægt sé að flokka ruslið án þess að hafa mörg ílát í gangi, það er að segja að nemendur eru að endurhanna ruslatunnur, bæta stíga og aðgengi sem og endurhanna merkingar fyrir hænurnar. Það verður spennandi að sjá afraksturinn af þessari vinnu eftur veturinn hjá öllum hópunum.
Meðfylgjandi mynd er tekin í valtíma í vikunni og birtast fleiri á facebook síðu skólans með færslunni.