Skólahlaup ÍSÍ

Skólahlaup ÍSÍ hér í Hvolsskóla fór fram föstudaginn 7. október. Hringurinn sem hlaupinn er, eru 2,5 km langur og gátu nemendur valið um að fara einn til fjóra hringi. Allir nemendur fóru því 2,5 km, margir 5, 7,5 eða 10km. Samanlagt getum við áætlað að hópurinn hafi lagt að baki ekki færri en 1000 km og er það ansi vel að verki staðið. Starfsmenn létu ekki sitt eftir liggja í blíðunni og gengu eða hlupu með nemendum, allt upp í 10km þeir alhörðustu! Að loknu hlaupi var venju samkvæmt boðið upp á ís.

Á meðfylgjandi mynd sem Lárus Viðar tók, má sjá 1.-5. bekk gera sig kláran fyrir hlaupið.