Skólasetning Hvolsskóla

Í gær komu starfsmenn Hvolsskóla til starfa eftir sumarleyfi og í dag sitja þeir margir hverjir á Menntadegi í Vík í Mýrdal um fjölmenningu og tvítyngi barna. Undirbúningur er því hafinn enda styttist í skólabyrjun.

Hvolsskóli verður settur þann 24. ágúst næstkomandi í sal skólans kl. 11:00. Hlökkum til að sjá ykkur og samstarfsins í vetur.