Ekki tjáir að æðrast um orðinn hlut

Það eru tímamót hjá Pálínu Björk Jónsdóttur heimilisfræðikennara en í dag kenndi hún sínar síðustu kennslustundir eftir 40 ára starf sem kennari við Hvolsskóla. Pálína Björk hóf kennslu við skólann haustið 1982 og hefur starfað við kennslu nær óslitið síðan og heyrt höfum við hana orða það að í sumum tilfellum sé hún að ná að kenna þriðju kynslóð í einhverjum fjölskyldum.

Pálína Björk varð 70 ára í janúar og hættir því störfum nú í vor og munum við sakna hennar sárt í haust. Við þökkum Pálínu Björk frábært samstarf og vináttu í gegnum tíðina.

Meðfylgjandi er mynd úr kennslustund í smiðjum á yngsta stigi í dag.