Skólaslit Hvolsskóla og útskrift nemenda úr 10. bekk

Skólaslit í Hvolsskóla fara fram þriðjudaginn 24. maí næstkomandi kl. 11-12 fyrir nemendur í 1.-9. bekk. Byrjað verður á stuttri athöfn í sal Hvolsskóla en síðan fara nemendur ásamt kennurum í stofur sínar og taka við einkunnum. Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir með nemendum. Gert er ráð fyrir að skólabíll sæki og keyri heim nemendur sem eru í skólaakstri. Ef þið viljið ekki nýta ykkur akstur bið ég ykkur að hafa samband beint við skólabílstjóra.

Útskrift 10. bekkinga fer síðan fram í íþróttamiðstöðinni kl. 16 þennan sama dag.

Allir velkomnir.