Spilaval á miðstigi

Í valtíma á miðstigi eru nemendur að vinna að því að þróa og búa til sitt eigið spil eða leik. Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá þeim og eru að verða til allmörg ný spil.

Nemendur eiga síðan að kynna spilið/leikinn fyrir hópnum að vinnu lokinni. Verkefnið er hluti af námsmati áfangans.

Gaman að sjá hvað þau skemmta sér öll vel.