Skíðaferð.

Hvenær

03/mar/2022    
08:10 - 17:00

Hvar

Skíðasvæðið Bláfjöllum
Bláfjöll, Reykjavík
Map Unavailable

Skíðaferð í Bláfjöll

Fyrirhugað er að fara með nemendur í 5. – 10. bekk í skíðaferð í Bláfjöll dagana 1.mars og 3. mars. Nemendur geta leigt sér skíðabúnað á staðnum. Þeir nemendur sem ætla ekki í þessa ferð eiga að mæta í skólann og verður kennsla. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með og biðjum við þá að tilkynna þátttöku til ritara sem fyrst eða fyrir mánudaginn 28. febrúar.

Stefnt er á að fara þriðjudaginn 1. mars með elsta stig og fimmtudaginn 3. mars með miðstig ef veður verður skaplegt. Lagt verður af stað um kl. 8:30 og komið til baka um kl. 17:00. Mikilvægt að þið fylgjist vel með á heimasíðu skólans sem og fésbókarsíðu hans upp á að við látum vita á þeim miðlum ef ferðin fellur niður.

Skráning fer fram hjá ritara og um leið þarf að borga 1050 krónur, sem er verðið á dagskorti í skíðalyfturnar. Við mælum auðvitað með því að allir fari og skelli sér á skíði, athugið að það er ekki í boði að fara í skíðaferðalagið og hanga inni í skála að horfa á.

Þeir nemendur sem ætla að leigja búnað þurfa að hafa með sér 3750 krónur og ganga frá leigu á staðnum (Bláfjöllum). Ef skipt er svo af skíðum yfir á bretti eða öfugt (elsta stig) þá kostar það 1000kr aukalega. Einnig má taka það fram að þeir nemendur sem týna sínu lyftukorti þurfa að borga auka 1000 krónur. Minnum á hjálma notkun (einungis skíðahjálmar).

Krakkarnir þurfa að nesta sig út fyrir daginn. Vissulega er sjoppa á staðnum en hún frekar dýr og því gott að vera með bita með sér.