Úttekt á Kötlu UNESCO-Geopark

Í dag fengum við úttektaraðila á jarðvanginum í heimsókn. Nemendur af elsta stigi þau Íris Dröfn, Sigurþór Árni, Elín Kristín og Ólafía Ragnheiður höfðu undirbúið glærukynningu á ensku fyrir hópinn og fluttu með stakri prýði. Á kynningunni fóru þau yfir ýmis umhverfisverkefni sem verið er að vinna í Hvolsskóla.