Bleikur dagur í Hvolsskóla

Í dag var bleikur dagur í Hvolsskóla eins og víða annarsstaðar. Starfsfólk og nemendur skörtuðu einhverju bleiku í tilefni dagsins. Stjórn starfsmannafélags Hvolsskóla tók sig einnig til og lýsti upp skólann með bleikum bjarma og kemur það vel út í myrkrinu. Hvað mesta athygli í dag fékk þó skólabíllinn úr Vestur-Landeyjum en framan á honum bar að líta bleika „manneskju“ sem greinilega sníkti sér far í Hvolsvöll.