List fyrir alla

Í dag var nemendum Hvolsskóla boðið á viðburðinn List fyrir alla í Hvolnum. Er um árlegan viðburð að ræða þar sem viðfangsefni eru af ýmsum toga. Í ár voru það þeir Gunnar og Felix sem heimsóttu okkar með sýninguna: Ein stór fjölskylda. Nánari lýsingu er að finna hér: https://listfyriralla.is/event/gunna-og-felix-dagurinn/

Áhorfendur voru sammála um að þetta hefði verið skemmtileg sýning og frábært að fá viðburði sem þessa heim í hérað. Gaman að segja frá því að nemendur fengu sérstakt hrós frá þeim Gunnari og Felix eftir sýningar dagsins fyrir góða hlustun og virkni.