Í gær fengum við góða gesti í Hvolsskóla en Sinfóníuhljómsveit Suðurlands flutti Lykilinn fyrir nemendur. Sögumaður fylgdi hljómsveitinni og var það Friðrik Erlingsson. Upphaflega var yngsta stiginu boðið einu á tónleikana en grípandi tónar drógu eldri nemendur að og var þeim boðið að hlýða á tónleikana. Yngsta stigið hafði fyrirfram fengið senda söguna Lykilinn og hlustað á inni í bekk og þekkti hana því þegar tónleikarnir fóru fram. Einnig höfðu nemendur í þeim bekkjum æft lagið Á sprengisandi í söngstundum til að geta tekið undir á tónleikunum og gerðu það með miklum sóma.
Við þökkum kærlega fyrir þessar frábæru heimsókn og tónlistarveislu sem okkur var boðið upp á í gær og vonumst til að fá heimsókn frá Sinfóníuhljomsveit Suðurlands aftur síðar.