Umhverfisnefnd Hvolsskóla fundar

Fyrsti fundur nýskipaðrar umhverfisnefndar Hvolsskóla veturinn 2021-2022 fór fram í Hvolsskóla í dag. Þar var tekin staðan á hvaða verkefni eru í gangi og hver væru verkefni okkar í vetur. Áhugasamur hópur hefur valist í nefndina en þar eiga nemendur úr öllum bekkjum sæti ásamt starfsmönnum af öllum stigum. Ýmsar umræður spunnust. Meðal annars sögðu fulltrúar úr 6. bekk frá verkefnum sem þeir eru að vinna í tengslum við hænsnakofann og útikennslusvæðið þar. Einnig spunnust umræður um notkun á handþurrkum og pappír sem og umræður um matarsóun og moltugerð. Það stefnir í öflugt grænfánastarf í skólanum í vetur eins og endranær – spennandi tímar framundan.