Fjallgöngudagur gekk vel

Þá hafa nemendur Hvolsskóla lagt þó nokkra kílómetra að baki þar sem fjallgöngur fóru fram í gær. Venju samkvæmt gekk 1. bekkur á Stóru-Dímon og gekk sú ferð vel. Hópurinn komst glaður og ánægður á toppinn. 2. -4. bekkur gekk á fjall við Háamúla og sigraði það með sóma. Þar sem ekki var fært inn á Einhyrningsflatir var ferð 5.-10. bekkinga breytt í göngu upp með Skógaá. Sú ganga gekk einnig vel í blíðunni í gær og gekk sá hópur á bilinu 9-12 km leið upp með ánni og niður eftir vegslóðanum.

Þessar göngur eru orðnar að skemmtilegri hefð í skólanum en hugmyndin er eins og flestir þekkja, að nemendur okkar hafi gengið á 10 fjöll í héraði við lok skólagöngunnar. Sá árgangur sem var í 1. bekk þegar göngurnar hófust er nú í 9. bekk.

Meðfylgjandi mynd er af hópnum sem gekk á Háamúla.