Fjallgöngur 9. september

Fara á árlega fjallgöngu Hvolsskóla á morgun fimmtudaginn 9. september.

Því miður verðum við að breyta ferðinni fyrir mið- og elsta stig þar sem ekki er fært inn að Einhyrningi og Hrútkolli þetta haustið vegna vatnavaxta í Markarfljóti. 

Planið er því sem hér segir: 

1. bekkur: Stóra-Dímon. Lagt af stað frá skólanum kl. 9:10

2. -4. bekkur: Háimúli. Lagt af stað frá skólanum kl. 8:30. 

5. -10. bekkur: Ganga upp með Skógaá, áleiðis upp að vaði eða eins og tími leyfir hjá hverjum göngugarpi. Gengið niður veginn. Lagt af stað frá skólanum kl. 8:30.

Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama til að slást í för með okkur og hitta okkur við uppgöngustaði. 

Bestu kveðjur úr Hvolsskóla