Nemendur og starfsmenn Hvolsskóla fá grímur

Eins og annarsstaðar er grímuskylda í Hvolsskóla og höfum við haft miklar áhyggjur af því magni af einnota grímum sem fara í ruslið dag hvern, eins og þær eiga að sjálfsögðu að gera. Yfir skóladaginn þurfa nemendur og starfsmenn okkar 2 grímur hver og eru því um 500 grímur notaðar daglega, ef þau yngstu eru talin með.

Í dag afhentum við því nemendum og starfsmönnum fjölnotagrímur til eignar, með merki Hvolsskóla sem við vonum að leysi af hólmi einnota grímurnar. Það var mikil sátt í morgun þegar þær voru afhentar og ánægðir krakkar og fullorðnir með flottar grímur á ferðinni.