Skíðaferð

Við erum ekki bjartsýn á að hægt verði að fara í skíðaferð á morgun. Hins vegar fáum við ekki endanleg svör fyrr en í fyrramálið. Um leið og þau berast sendum við tilkynningu hér inn og á fésbókina.

Við minnum á að mikilvægt er að nemendur hafi skólatöskurnar með á morgun því ef ekki verður af skíðaferð er hefðbundinn skóladagur.