Sáttaborð

Í Uppeldi til ábyrgðar er lögð áhersla á að nemendur taki sjálfir ábyrgð á því að leysa ágreining. Við notkun sáttaborðsins gefst öllum tækifæri til að segja sitt álit. Málin eru rædd eftir tilteknum reglum og hópurinn kemst að sameiginlegri niðurstöðu. Þessi sáttaleið er notuð til þess að nemendur læri af mistökum sínum, finni leiðir til að bæta fyrir þau og hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.  Það er mikilvægt að læra af mistökum okkar.