Fyrirlestur á vegum foreldrafélags.

Hvenær

08/nóv/2022    
10:00 - 18:00

Hvar

Hvolsskóli
Stóragerði 26, Hvolsvöllur, Rangárþing Eystra, 860
Loading Map....

Elsta-stig klukkan 10:00-11:00
Yngsta-stig klukkan 11:00-12:00
Mið-stig klukkan 12:00-13:00
Foreldrar klukkan 17:00-18:00

Foreldrafélag Hvolsskóla og sveitarfélagið í tengslum við hlutverk sitt sem heilsueflandi sveitarfélag, bjóða upp á fyrirlestur í Hvolsskóla 8. nóvember næst komandi.

Fyrirlesturinn verður á skólatíma fyrir nemendur. Sérstakur fyrirlestur verður fyrir foreldra í matsal Hvolsskóla kl. 17:00 sama dag. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta.

Þar sem nemendur fá hliðstæðan fyrirlestur sama dag er mikilvægt fyrir foreldra að mæta og geta þannig tekið sinn þátt í því sem farið hefur fram með börnunum sama dag.

Markmið fyrirlestursins byggir á jákvæðri nálgun í samskiptum í lífi og starfi. Þar sem fyrirlesarinn leggur áherslu á eftirfarandi þætti;

 

  • Að keyra upp orkuna í hópnum
  • Kynnast ánægjuaukandi hugmyndafræði og læra áhrifaríkar aðferðir sem geta stóreflt hvern einstakling fyrir sig og alla liðsheildina til muna.
  • Kveikja upp innri áhugahvöt þátttakenda til að taka meiri ábyrgð á eigin líðan.
  • Byggja upp jákvæð viðhorf gagnvart sameiginlegum markmiðum hópsins.
  • Að allir gangi út með þekkingu og aðferðir til að örva tauga- og boðefnakerfi líkamans þannig að útkoman verði topp tilfinningalegt ástand.
  • Hlægja og hafa gaman saman.

Fyrirlesari eru Bjartur Guðmundsson. Fyrirlesturinn er 60 mínútur að lengd og einnkennist af orku, húmor og virkri þátttöku þar sem hópurinn fær að upplifa aðferðirnar á eigin skinni.