Bekkjarsáttmálar
Eitt af haustverkunum í öllum bekkjum er að vinna bekkjarsáttmála. Þá á hver og einn að hugsa um hvernig framkomu á að sýna öðrum í bekknum, hvernig viljum við láta koma fram við okkur, hvernig er góður bekkjarandi? Lífsgildin eru höfð að leiðarljósi og bekkurinn kemst að sameiginlegri niðurstöðu um mikilvægustu lífsgildi bekkjarins. Þegar lífsgildin eru orðin ljós hefst vinna að útfærslu bekkjarsáttmálans. Hugmyndaflugið fær að njóta sín og ýmsar útfærslur hafa litið dagsins ljós. Munu myndir af bekkjarsáttmálum vetrarins birtast fljótlega hér fyrir neðan.












