Síðastliðinn föstudag tók Hvolsskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ og fóru nemendur 2,5 km metra hring í Hvolsvelli og gátu valið um að fara hann 1x til 4x sem gera þá 2,5 – 10 km. Allir fóru einn hring og þó nokkrir völdu að fara lengri vegalengdirnar!
Hvolsskóli hefur tekið þátt í verkefninu undanfarin ár með mikilli þátttöku bæði nemenda og starfsmanna. Hlauparar fá síðan alltaf ís að loknu hlaupi.
Fleiri myndir er að finna á fésbókarsíðu okkar.