Fimmvörðuhálsganga

Það voru 18 börn sem lögðu upp frá Skógum að morgni þess 14. september síðastliðinn ásamt fjórum kennurum. Ferðinni var heitið yfir Fimmvörðuháls í blíðskapar veðri. Gangan gekk vel og kom hópurinn í Bása eftir um 9,5 klukkustunda göngu yfir hálsinn og hafði þá lagt að baki um 25 kílómetra. Ferðin var valáfangi á elsta stigi við skólann nú í haust en við erum afar ánægð með hve fjölbreytt og flott val við getum boðið upp á í skólanum.