Fjallgöngur 2023

Í gær skundaði Hvolsskóli á fjöll í héraði venju samkvæmt. Var þetta í ellefta skipti sem farið er í göngu sem þessa og skólinn því að hefja hring númer tvö í verkefninu. Verkefnið gengur út á að nemandi sem verið hefur hjá okkur í tíu ár hafi í lok skólagöngu sinnar gengið á 10 tinda í héraði. Fyrir nokkrum árum bætti leikskólinn við ellefta tindinum og gengur elsta stig leikskólans á Hvolsfjall á þessum degi.

Veðrið lék við gönguhópana en 1. bekkur gengur ávallt á Stóru-Dímon, 2.-4. bekkur gekk að þessu sinni yfir Vatnsdalsfjall, 5.-7. bekkur á Þórólfsfell og elsta stig á Þríhyrning. Skemmtilegt hvað foreldrar og aðrir aðstandendur voru duglegir að slást í för með hópunum í gær.

Meðfylgjandi mynd er af hópum á toppi fjallanna. Fleiri myndir eru á fésbókarsíðu Hvolsskóla.