Skólaslit Hvolsskóla og útskrift 10. bekkjar

Skólaslit Hvolsskóla fara fram þriðjudaginn 23. maí næstkomandi. Nemendur mæta í skólann kl. 10:00 og byrja nemendur í 1.-4. bekk í sal Hvolsskóla en nemendur í 5.-9. bekk byrja í stofum sínum með umsjónarkennurum.

Eftir stutt hlé milli 10:30-10:45 koma nemendur í 5.-9. bekk í salinn en nemendur í 1.-4. bekk fara þá með umsjónarkennurum í stofur sínar.

Skólabílar aka í og úr skóla þennan dag; mæting kl. 10 í Hvolsskóla og heimferð skólabíla að loknum skólaslitum hjá 1.-9. bekk eða kl. 11:30. Ef foreldrar nýta ekki skólabílinn biðjum við þá að hafa samband beint við bílstjórana.

Allir velkomnir á skólaslitin.

Skólaskjól er opið frá kl. 8:00 og lýkur skráningu í það þann 19. maí næstkomandi.

Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram í Hvolnum kl. 16:00 þennan sama dag og eru allir hjartanlega velkomnir. Við gerum ekki ráð fyrir skólaakstri á þann viðburð.